Þú færð afmælistertur fyrir fyrirtækið hjá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fagnaðu afmæli í fyrirtækinu þínu með tertu frá TertugalleríinuÞað tíðkast víða í fyrirtækjum að starfsmennirnir geri sér glaðan dag og lyfti sér upp saman. Þetta á jafnt við um föstudagskaffið, eigi einhver starfsmaður afmæli, eða þegar haldið er upp á einhvern áfanga í sjálfu fyrirtækinu. Hvort heldur haldið er upp á mikilvægan viðskiptasamning eða afmæli.

Það kannast ábyggilega margir við föstudagskaffið. Mörg fyrirtæki hafa þann sið að gera starfsfólki glaðan dag fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði. Og er gjarnan sá hátturinn hafður á að starfsmenn fyrirtækisins skiptast á að koma með brauð, osta, álegg, ávaxtasafa, kökur eða hvað svo sem þeir telja nauðsynlegt.

Það er einnig ófrávíkjanleg regla í mörgum fyrirtækjum að afmælisbarnið mæti með kökur eða annað góðgæti á afmælisdaginn sinn og vinnufélagar fái þannig eitthvað góðgæti með síðdegiskaffinu og syngi afmælissöng fyrir afmælisbarnið.

Og svo er það vitanlega merkisáfangar og mikilvægir atburðir hjá fyrirtækinu sjálfu sem full ástæða er að halda upp á, hvort sem um er að ræða viðskiptasamning, afmæli eða eitthvað annað.

Þegar tilefni gefst til er upplagt að vinnufélagarnir eigi ljúfa stund saman og njóti þess yfir rjúkandi heitum kaffibolla og einhverju góðgæti. Og þar erum við hjá Tertugalleríinu á heimavelli enda eigum við tertur fyrir öll tilefni.

Mundu eftir tertunum frá Tertugalleríinu við næsta tilefni hjá fyrirtækinu þínu.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →