Aðventan nálgast

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það styttist óðum í fyrsta sunnudag aðventunnar og því má með sanni segja að jólin nálgist óðfluga. Í ár ber fyrsta sunnudag í aðventu upp þann 27. nóvember og því ráð að panta tímanlega ef þú vilt bjóða upp á ljúffengar kaffiveitingar frá Tertugallerí þennan dag.

Aðventa hefst alltaf fjórum sunnudögum fyrir jól og enn eru flestir sem gera, eða kaupa, aðventukrans. Kveikt er á kertunum fjórum, einu í senn og öll bera þau sitt heiti. Fyrsta kertið kallast spádómakertið og er ætlað að minna á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins. Þeir höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið og á að minna á þorpið sem Jesús fæddist í en ekkert rúm var fyrir hann þar.  Þriðja kertið nefnist hirðakertið en bláfátækum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mönnum hinar góðu fréttir.

Margir halda fast í þann sið að hafa aðventuljós í glugga og kveikja á því þennan fyrsta sunnudag aðventunnar. Það er gaman að halda í venjur og siði, en ekki síður skemmtilegt að skapa nýjar hefðir og nýjar minningar. Gerðu það að venju að safna saman vinum og ættingjum í heitt kakó og góðar veitingar frá Tertugallerí.

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8-14

Laugardagar kl. 10-12

Sunnudagar kl. 10-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →