Tertugallerí bakaði afmælistertu Smáralindar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí státum okkur af því að ekkert verk sé of lítið og ekkert of stórt fyrir okkur. Við afgreiðum allt frá einni tertu með kaffinu til risa terta og hikum ekki við neitt verk. Þetta sannaðist á dögunum þegar við bökuðum gómsæta súkkulaðitertu fyrir Smáralind, sem fagnaði 15 ára afmæli sínu.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd var tertan engin smá smíði, um það voru ótal Smáralindargestir sammála. Vitaskuld er ekki hægt að baka slíka tertu í einu lagi og því voru bakaðar 36 60 manna tertur. Þær voru svo settar saman og lokavinnan við skreytingarnar á unnin á staðnum.

Það er skemmtilegt frá því að segja að við hjá Tertugallerí bökuðum einnig tertuna í 10 ára afmæli Smáralindar. Það er lýsandi fyrir reynslu okkar því flestir þeirra sem einu sinni panta tertu hjá okkur panta aftur næst þegar eitthvað merkilegt stendur til. Það er til marks um gæði okkar, vandvirkni og hagstætt verð.

Skoðaðu síðuna okkar og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.  

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi: 

Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 10-12
Sunnudagar kl. 10-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →