Fullveldisdagurinn er 1. desember

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og öðlaðist sjálfstæði frá Dönum. Litlum sögum fer af hátíðarhöldum þennan dag í upphafi en Tertugalleríið telur fulla ástæðu til að fagna með þjóðlegu bakkelsi.

Íslendingar gerðu daginn ekki að þjóðhátíðardegi þegar í stað en ýmislegt var gert til dagamunar. Þannig var fáninn víða dreginn að húni og gert var kennsluhlé í skólum. Fálkaorðum var stofnuð þennan dag árið 1921 og forseti Íslands veitir í dag afreksmerki lýðveldisins fyrir björgun úr lífsháska á þessum degi.

Fullveldisdagurinn varð einn af opinberum fánadögum lýðveldisins með forsetatilskipun árið 1944. Sjaldnast er mikið um hátíðarhöld þennan dag í seinni tíð enda hefur 17. Júní tekið við sem þjóðhátíðardagur síðan lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 1944.

Hér eru nokkrar tillögur að bakkelsi fyrir fullveldisdaginn en ekki hika við að láta frumleikann og sköpunargáfuna fara á flug. Skoðaðu úrvalið og pantaðu tímanlega.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →