Af hverju langar þig í súkkulaðiköku núna?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ljúffengar súkkulaðikökur frá Tertugalleríinu skapa hjá okkur vellíðan

Mannskeppnan þarf að borða til að þrífast en það hvað við borðum ræðst af miklu leyti af því hvernig okkur líður. Til dæmis hvort við erum svöng, södd en með pláss fyrir eitthvað sætt, eða höfum þörf til að lyfta okkur aðeins upp eða hvort við hreinlega þurfum að losna undan því að baka súkkulaðiköku fyrir morgunkaffið í vinnunni.

Tilefnin til að borða eru þannig ansi misjöfn en tilefnin ráða því hvað við veljum okkur að borða. Við fáum okkur til dæmis ekki súkkulaðiköku í morgunmat og við borðum ekki morgunkorn með kvöldkaffinu. Súkkulaðikökur eru þannig tengdar jákvæðum tilefnum, einhverju sem má halda upp á og fagna. Það leiðir til þess að okkur líður vel af því að borða súkkulaðikökur.

Jákvæð tilefni eins og að fá sér kökusneið eftir morgunkaffið með vinnufélögunum skapa hjá okkur vellíðan, svo lengi sem maður fær sér ekki of mikið af júffengu súkkulaðikökunni.

En það sem meira er virðist rannsókn frá árinu 2013 benda til þess að sektarkennd yfir því hvað maður borðar, í tilfelli rannsóknarinnar var það súkkulaðiterta, virtist ekki hafa áhrif á hvort þýði rannsóknarinnar gekk betur í þyngdarstýringu sinni.

Þetta þýðir auðvitað það að maður getur óhræddur notið þess að panta sér súkkulaðiköku með morgunkaffinu með vinnufélögunum um leið og maður deilir með þeim þessum fróðleiksmola, að best sé að njóta hennar með góðri samvisku.

Þarna hafið þið það, súkkulaðikakan hefur bara jákvæð áhrif og þar með er spurningu fyrirsagnarinnar svarað. Þig langar í súkkulaðiköku þegar þú sérð fyrir þér gott tækifæri og þú færð úrval af mögnuðum súkkulaðitertum hjá Tertugalleríinu hér.

Hlekkur á ransók »


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →