Auðveldaðu hrekkjavökuna með veitingum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú styttist óðum í hrekkjavökuna en dagurinn sjálfur er á fimmtudaginn 31.október. Við fögnum þessari skemmtilegu hefð sem verður sífellt vinsælli með árunum hér á landi. Að því sögðu verðum við hjá Tertugalleríi Myllunnar með sérstakar veitingar tilvaldar fyrir hrekkjavökuveisluna.

Um er ræða þrjár óhugnanlega góðar tertur með ljúffengum þéttum súkkulaðitertubotn og appelsínugulu smjörkremi. Hægt er að fá með lakkrís og mynd, nammi og mynd og með texta í 15, 30 og 30 manna stærðum.

Einnig bjóðum við upp á ljúffengar hrekkjavöku bollakökur með súkkulaðitertubotn, appelsínugulu smjörkremi og appelsínugulri mynd. Myndirnar eru prentaðar á gómsætan gæða marsípan sem einfaldlega bráðnar í munninum.

Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á bakstrinum, smelltu hér og skoðaðu það sem við höfum uppá að bjóða fyrir hrekkjavökuna!

Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur er alla jafna kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klukkustund er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →