Búðu til tilefni og bjóddu fólkinu þínu uppá tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það þarf ekki alltaf að vera afmæli til þess að hittast yfir góðum veitingum. Gerðu þér glaðan dag og bjóddu vinunum í heimsókn, þú þarft ekki einu sinni að baka því við hjá Tertugalleríinu sjáum alfarið um það, og það á hagstæðu verði!
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á allskyns gerðir af kökum og tertum. Franska súkkulaðikakan okkar slær einfaldlega alltaf í gegn. Þessi súkkulaðidraumur er 15 manna þétt, mjúk og ótrúlega bragðgóð súkkulaðikaka. Kakan er síðan skreytt með súkkulaðigeli, súkkulaðispónum, ferskum jarðaberjum og bláberjum.
Marengsbomban okkar er engu síðri en franska súkkulaðikakan, en sú terta samanstendur af svampbotni og rjómafyllingu, skreytt með stökkum marengsbitum, karamellu, súkkulaði og að lokum ferskum berjum.
Það er ótrúlegt hvað ein terta kemst langa leið þegar það kemur að því að gleða sitt uppáhalds fólk. Það þarf ekki að vera nema kaffibolli eða ísköld mjólk með ljúffengri kaffisneið, eða tveim. Gerðu þér glaðan dag og búðu til tilefnið.
Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.