Ekki gleyma nestinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á Íslandi eru fjölmargir virkir fjalla- og gönguhópar þar sem útivera, gleði og skemmtilegur félagsskapur er sameiginlegt áhugamál þeirra sem þá stunda. Þeir snúast yfirleitt um reglulegar göngur, heilsueflingu og góða samveru og hópurinn er yfirleitt breiður og fjölbreyttur.

Hóparnir geta ýmist verið að taka léttar göngutúra eða farið í lengri gönguferðir út fyrir borgarmörkin eða jafnvel upp á hæstu tinda. Það sem virðist skipta mestu máli er að fólk komi og taki þátt í félagsskapnum. Raunin virðist vera sú að einstaklingar finna sér hóp sem henta sínum þörfum og þegar rétti hópurinn er fundinn virðist oft vera erfitt að hætta, því þetta þykir heilsueflandi og kætandi.

Nú þegar nýja árið er gengið í garð eru hinir ýmsu hópar að hefja starfsemi sína og er misjafnt hversu lengi þeir starfa. Sumir eru í gangi í nokkrar vikur eða mánuði en aðrir eru virkir í heilt ár eða jafnvel lengur. Það skemmtilega er að þeir virðast ekki láta „gular“ viðvaranir, rok eða rigningu stoppa sig í að fara í göngu.

Ekki gleyma nestinu

Við hjá Tertugalleríinu vitum að í útiveru skiptir miklu máli að taka með sér gott og orkumikið nesti, sérstaklega ef um er að ræða lengri og krefjandi göngu- eða fjallaferðir.

Þá mælum við sérstaklega með nettum og bragðgóðum kleinum í nesti. Kleinurnar frá Tertugalleríinu koma 120 stykki saman í kassa og það er tilvalið að setja nokkrar kleinur saman í poka til að geyma í frysti. Það er alltaf gott að eiga kleinur í frystinum hvort sem það er fyrir útivistina, kaffitímann í vinnunni eða fyrir sparinestið í skólanum. Kleinur eiga það til að slá í gegn og setja oft punktinn yfir i-ið í nestisboxinu. Svo eru þær hreinlega ómissandi með rjúkandi heitum kaffi- eða kakóbolla eða ísköldu mjólkurglasi.

Tertugalleríið býður líka upp á fleira gómsætt með nestinu, svo sem fjölbreytt úrval af smástykkjunum okkar.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →