Ekki gleyma konudeginum!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sunnudagurinn 25. febrúar er fyrsti dagur Góumánaðar sem hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld. Á þessum degi er venjan hjá mörgum að gleðja konurnar í sínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu. Konurnar í lífi þínu geta komið úr margvíslegum áttum og átt sérstakan stað í hjarta þínu.

Við hjá Tertugalleríinu viljum liðsinna þér við að gleðja konurnar í þínu lífi og mælum með að keypt séu blóm en ekki síður eitthvað sætt og ljúft.

Konudagurinn 2024

Við bjóðum upp á gott úrval af allskyns góðgæti með konudagskaffinu eins og mælum sérstaklega með ómótstæðilegri franskri súkkulaðitertu, ljúffengri marengstertu eða sætum smástykkjum okkar.

Franska súkkulaðitertan okkar er þétt, mjúk súkkulaðiterta sem er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum. Við erum fullviss um að þessi slær í gegn.

Marengstertur eru eftirlæti margra sælkera sem elska stökka áferðina sem síðan bráðnar í munninum og gefur sætt bragð og sælutilfinningu. Hjá Tertugalleríinu finnur þú 15 manna Hrísmarengsbombu, 15 manna Marengsbombu, 30 manna Marengsbombu og 15 manna Banana og kókosbombu. Marengstertur henta ótrúlega vel í konudagskaffinu.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →