Er lautarferð framundan?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er komið og sólin skín skært og þá er tilvalið að pakka niður teppi, ljúffengum veisluveigum fyrir notalega lautarferð í náttúrunni. Lautarferð er með því skemmtilegra sem hægt er að gera að sumri til, hvort sem það er fjölskylduferð í almenningsgarðinum, rómantísk stund við sjóinn eða afslappandi samvera með vinum og vandamönnum, þá hefur lautarferð alltaf mikinn sjarma.
Lautarferð er góð leið til að njóta náttúrunnar á fallegum stað til þess að setjast niður og borða góðar veitingar. og það er mikilvægt að muna eftir því að taka með útileikföng eins og frisbídiska, bolta eða badmintonsett til að skapa skemmtilega stemmningu sem gefur eftirminnilega samveru.
Við hjá Tertugalleríinu vitum líka að þetta þarf ekki að vera flókið, sérstaklega á sumrin þegar viðrar vel og fæstir vilja þá ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu.
Ef þig langar að slá í gegn og koma með ljúffengar og sætar veitingar í lautarferðina, þá getum við liðsinnt þér og mælum með smástykkjunum frá Tertugalleríinu. Smástykkin okkar slá alltaf í gegn og eru ljúf og sæt hamingja í einum bita.
Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur og veisluveigar sem eru tilvaldar til að bjóða upp á þegar þú ert að fagna skemmtilegu tilefni eða gleðja þá sem þér þykir vænt um, en auðvitað er hægt að velja hvað sem er og nota hugmyndaflugið. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér!
Mundu bara að panta tímanlega!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og lautarferðin er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir lautarferðir. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantar tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugaðu að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef pöntun er einhverja hluta vegna ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Lautarfreð, Pantaðu tímanlega, smástykki