Fagnaðu Degi íslenskrar náttúru með lautarferð
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þann 16. september er tyllidagur sem tilvalið er að nýta sér en dagurinn var skipaður Dagur íslenskrar náttúru árið 2010 af Ríkisstjórn Íslands. Dagurinn er ennfremur fæðingardagur hins ástsæla Ómars Ragnarsonar sem hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd undanfarna áratugi. Ómar hefur í gegnum störf sín einnig frætt okkur um mikilvægi íslenskrar náttúru og flogið flugvél sinni, Frúnni, um allar trissur til að færa okkur boðskap náttúruverndar.
Á svona tyllidegi er tilvalið að skella sér í lautarferð, ef veður leyfir. Nýttu tækifærið og gríptu með þér bollakökur með íslenska fánanum og fagnaðu íslenskri náttúru, í íslenskri náttúru með íslenskum bollakökum. Mundu bara að panta í tæka tíð!
Á svona tyllidegi er tilvalið að skella sér í lautarferð, ef veður leyfir. Nýttu tækifærið og gríptu með þér bollakökur með íslenska fánanum og fagnaðu íslenskri náttúru, í íslenskri náttúru með íslenskum bollakökum. Mundu bara að panta í tæka tíð!