Fagnaðu þjóðhátíðardeginum með veisluveigum frá okkur!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Núna styttist í sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní og hafa mikil hátíðarhöld fylgt þessum degi. Hjá mörgum er venjan sú að vinir og vandamenn koma saman í þjóðhátíðarkaffi, fara í skrúðgöngu eða heimsækja fjölbreytta og skemmtilega hátíðardagskrá víðs vegar um landið.
Þess vegna könnumst við flest öll við þjóðhátíðarkaffiboð og viljum við hjá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina með gott úrval af ljúffengum og bragðgóðum veisluveigum.
Það sem er tilvalið fyrir þjóðhátíðarkaffið og slær yfirleitt alltaf í gegn, hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni, er okkar ljúffenga súkkulaðiterta og flauelsmjúku bollakökur með íslenska fánanum.
Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur. Þessar súkkulaðidásemdir samanstanda af einföldum súkkulaðibotn, ljúffengu brúnu smjörkremi og áprentaðri mynd á marsípan.
Bollakökurnar eru með karamellubragði, hvítu smjörkremi og marsípanmynd með íslenska fánanum. Þær eru eins ljúffengar og þær eru glæsilegar og koma 8 saman í öskju.
Það er líka tilvalið að bjóða upp á klassískar og bragðgóðar brauðtertur, sérstaklega á þjóðhátíðardaginn. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.
Pantið tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Deila þessari færslu
- Merki: 17. júní, Bollakaka, Bollakaka með íslenska fánanum, Bollakökur, Súkkulaðiterta, Súkkulaðiterta með íslenska fánanum, Tilefni, Þitt eigið tilefni, Þjóðhátíðardagur