Komdu á óvart um helgina!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er gaman að gleðja vini og vandamenn, sérstaklega ef það er hægt að gera það með gómsætum og súkkulaðiveigum. Við hjá Tertugalleríinu hvetjum þig til að koma fólkinu í kringum þig á óvart og gleðja við hvert tækifæri sem gefst.

Það væri til dæmis frábært að nýta tækifærið til að gleðja fólk ef þú ert að fara á ferðalag um helgina og koma þá á óvart með ómótstæðilegri súkkulaðitertu frá Tertugalleríinu. Góð súkkulaðiterta slær yfirleitt alltaf í gegn hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni.

Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur. Skreytingarnar eru fjölbreyttar og þú getur líka látið prenta myndir og setja þinn eigin texta á súkkulaðitertuna.

Fyrir utan okkar hefðbundnu súkkulaðitertu erum við líka með ómótstæðilega ekta Ameríska súkkulaðitertu, sem er þétt og bragðgóð. Þú færð einnig sígilda Franska súkkulaðitertu sem er einstaklega ljúffeng og er skreytt með ómótstæðilegu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum.

Þú finnur líka aðrar fjölbreyttar og ljúffengar sætar smáar veigar sem myndu henta vel með súkkulaðitertunni. Við mælum sérstaklega með mini nutellakökum eða mini möndlukökum sem koma 20 stykki saman í kassa, gulrótar- eða skúffubitum sem koma 40 stykki saman í kassa svo loks litla kleinuhringi með karamellu glassúr og nammi eða brúnum glassúr og nammi sem koma 30 stykki saman í kassa.

Við erum með mun meira úrval og hvetjum þig eindregið til þess að skoða úrvalið og finna það sem þér þykir henta best fyrir þitt eigið tilefni.

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →