Fagnaðu útskriftinni með veitingum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú styttist í útskriftartímabilið sem er engu síðra en fermingartímabilið! Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum og gómsætum veitingum fyrir útskriftina. Þar sem það er nú sumar er um að gera að hafa veitingarnar í takt við það. Litrík og sumarleg Marengsbomba er tilvalin fyrir útskriftina en hægt er að velja um bæði 15 og 30 manna Marengsbombu.
Vertu með smárétti í útskriftarveislunni
Litlu gulrótar-, skúffu- og kransabitarnir okkar er nýjung hjá okkur í Tertugalleríinu og eru þeir, þó við segjum sjálf frá, einstaklega bragðgóðir. Nýttu þér tilboðið og heillaðu gestina með kokteil- og tapas snittum! Hægt er að velja um 12 mismunandi gerðir af snittum en þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkosti. Toppaðu veisluborðið með kranskökum. Pantaðu kransaskál eða kransakörfu með gómsætum kransablómum, ferskum berjum og súkkulaði.
Litlu kleinuhringirnir okkar slá alltaf í gegn en nú kynnum við enn eina nýjungina! Litla kleinuhringi með Chupa Chups bragði! Skreyttu veisluborðið með litlum og litríkum kleinuhringum! Skoðaðu allt úrvalið hér!
Við erum með sérstakt tilboð til 30. maí! Skoðaðu tilboðið og sláðu tvær flugur í einu höggi með að auðvelda þér fyrirhöfnina og panta veitingar frá Tertugalleríinu á sérstöku tilboði!
Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og yfir útskriftir, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.