Fullkomið fyrir ferminguna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí hlökkum alltaf til fermingartímabilsins sem er nú að hefjast. Það getur verið afar krefjandi að halda fermingu þar sem er í mörg horn að líta. Því er tilvalið að nýta sér þjónustu fagmanna til að auðvelda fyrirhöfnina á fermingardaginn.

Fermingarbæklingurinn okkar hefur nú verið gefinn út og er stórglæsilegur að vanda. Þar er að finna allskonar kaffiveitingar sem eru fullkomnar fyrir ferminguna. Þar má meðal annars finna konunglegu kransakökurnar okkar og mismunandi tegundir af gullfallegum kransablómum. Kransakökurnar fást bæði samsettar og ósamsettar.
Við hófum nýverið hafið sölu á gómsætum brauðtertum, tapas snittum og smurbrauðum sem hafa slegið rækilega í gegn. Brauðterturnar okkar eru gómsætar en um er að ræða sjö mismunandi tegundir og þar á meðal tvær vegan brauðtertur sem eru sérstaklega bragðgóðar. Kokteil- og tapas snitturnar okkar eru einnig tilvaldar fyrir tækifærið enda hinn fullkomni fingramatur þar sem allir geta fundið eitthvað sér við hæfi og bjóðum við auðvitað upp á vegan kost í tapas snittunum okkar.
Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á fjöldan allan af súkkulaðitertum, bollakökum og bragðmiklum marengsbombum sem allir elska. Flestar terturnar okkar eru í tveimur stærðum og er einnig hægt að skreyta terturnar með texta eða mynd.

Pantaðu tímanlega
Við hjá Tertugallerí óskum bæði foreldrum og fermingarbörnum til hamingju með áfangann. Við minnum á að panta tímanlega en í fyrra var ekki hægt að taka við öllum pöntunum. Hafðu því hraðar hendur, tryggðu þér veitingar og minnkaðu fyrirhöfnina á fermingardaginn.

Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst.er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðsasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →