Gerðu vel við betri helminginn á Bóndadaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú gleðjast allir sælkerar um land allt og telja niður dagana því nú nálgast bóndadagurinn sem er fyrsti dagur þorra. Það er til siðs að makar geri vel við betri helminginn á þessum merka degi með gómsætu bakkelsi fullkomnað með lúffengri brauðtertu enda ekki víst að allir séu hrifnir af þorramatnum.

Tilvalið að gera sér dagamun á þessum merka degi.

Við hjá Tertugallerínu fögnum öllum tímamótum hátíðlega og þess vegna mælum við með klassískri brauðtertu og rúllutertubrauði og smurbrauðssneiðunum vinsælu. Eitthvað sætt er ómissandi en við mælum með bollakökum og jafnvel gómsætri piparlakkrístertu ef þú villt gera extra vel við makann. Þessi samsetning er góð uppskrift að góðum degi fyrir makann þinn og þá sem þú villt gleðjast með á þessum hátíðisdegi. Pantaðu tímanlega!

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19. 
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →