Skoðaðu veitingarnar fyrir ferminguna 2020

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þúsundir ungmenna verða vígð inn í samfélag fullorðinna á þessu herrans ári 2020. Vígslur ungmenna eru algengar í næstum öllum trúarflokkum hér á Íslandi og æ algengara verða líka fermingar utan trúfélaga.

Ábyrgðin sem fylgir því að vera komin í fullorðinna manna tölu er mikil og stundum flókið samfélag átta sig á. Góð samskipti, stuðningur og umhyggja auðveldar ungmennunum að átta sig á tilveru sem sífellt er að breytast. Gott er að hafa það bakvið eyrað að vitsmunalíf ungmenna okkar breytist hratt og sjóndeildarhringurinn víkkar svo um munar.

Þegar ungmennin hafa tekið ákvörðun um að fermast kemur að foreldrunum eða forráðamönnum að skipuleggja og undirbúa fermingaveislu fyrir þessi stóru tímamót. Þá getur verið að mörgu að huga. Einhverjir hafa af þeim sökum þegar hafist handa við að undirbúa veisluna fyrir stóra daginn.

Við hjá Tertugalleríinu vitum hvað þarf til að gera góða veislu enn glæsilegri.

Smelltu hér til að skoða úrval okkar af fermingartertum og panta. Mundu að panta tertu í fermingarveisluna með góðum fyrirvara. Við mælum líka með að skoða tékklistann fyrir ferminguna hjá Bjargey & Co

Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á álagstímum. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur að eftirspurn verði ekki annað. Pantið tertu í tíma og verið örugg um að geta boðið upp á glæsilega tertu í fermingarveisluna.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19. 
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →