Gómsæt Gulrótarterta

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ef mikið stendur til er gott að geta notið aðstoðar við verkin. Þannig er Tertugallerí alltaf til þjónustu reiðubúið þegar kemur að því að baka. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda úrvalið glæsilegt. Hefur þú til dæmis skoðað Gulrótartertuna okkar? Hún er 15 manna og sérlega gómsæt.

Gómsætt kremið er í nákvæmlega réttu hlutfalli við mjúka og ljúffenga tertuna þannig að hver biti er fullkominn. Við notum alvöru gulrætur í gulrótartertuna okkar og það leynir sér ekki í bragðinu. Við höldum því svo sem ekki fram að kakan sé sérstakt heilsufæði – en við erum viss um að þú átt eftir að njóta!

Gulrótartertan frá Tertugallerí hentar við öll hugsanleg tækifæri, hvort sem það eru afmæli, skírnir eða aðrar samkomur vina. Hvernig væri til dæmis að bjóða vinnufélögunum upp á gulrótartertu með kaffinu í næstu viku?

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →