Kransakökur eru ómissandi fyrir fermingar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það styttist í fermingartímabilið þar sem unga fólkið er vígt inn í samfélag fullorðinna við hátíðlega athöfn. Nú á tímum hefur hver sinn háttinn á í sinni veislu en flestar eiga veislurnar það sameiginlegt að kransakökur eru á boðstólunum.
Kransakökur bera nefnilega það með sér á uppbyggingu sinni að þær eru fyrir hátíðlegustu tilefnin. Hábyggðar skera þær sig úr á hvaða veisluborði sem er og það þykir jafnan mikil prýði af vel skreyttri kransaköku. Það er því gott að geta reitt sig á atvinnufólkið hjá Tertugalleríinu við bakstur og samsetningu á þessum kostagripum.
Hefðin kemur frá Danmörku og þar eins og á Íslandi eru kransakökur notaðar við fjölda hátíðlegra tilefna frá brúðkaupum og fermingum til áramótapartía.
Dæmigert er að kransakakan sé þessi hái turn sem við þekkjum, skreyttur með hvítum glassúr og jafnvel smá súkkulaðistrúktúrum. En hún táknar alltaf velmegun og lúxus og hentar því vel hátíðlegum tilefnum.
Við höldum fast í þessa hefð og hún verður alltaf vinsælli og vinsælli. Það er því góð hugmynd að panta kransakökuna tímanlega fyrir fermingarnar í vor.