Pantaðu allt í jólahlaðborðið frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Nú styttist óðum í jólin og öllu sem því fylgir. Á þessum tíma höfum við flest í nógu að snúast og því tilvalið að auðvelda sér fyrirhöfnina og panta veitingarnar frá Tertugalleríinu. Við bjóðum upp á allskyns góðgæti tilvalið fyrir jólahlaðborðið, hvort sem það sé fyrir vinnuna, vinina eða fjölskylduna.

Smurbrauð Tertugallerísins gert af listfengi úr úrvalshráefnum
Fátt er vinsælla í veislum en brauðtertur og rúllutertubrauð. Við bjóðum einnig upp á smurbrauð að dönskum hætti. Hægt er að velja um heilar eða hálfar sneiðar af mörgum tegundum okkar á smurbrauðum, hver annari gómsætari. 

Sætur endir nauðsynlegur yfir hátíðarnar. Þegar það kemur að tertum stendur Tertugalleríið aldeilis undir nafni en hér má finna allt okkar úrval af tertum, kökum og bollakökum. Skoðaðu úrvalið okkar af þeim veitingum sem við mælum með fyrir jólahlaðborðið þitt, skoðaðu nánar hér!

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar: 
Þorláksmessa, 23. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Aðfangadagur, 24. des: lokað
Jóladagur, 25. des: lokað
Annar í jólum, 26. des: lokað
Föstudagur 27. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Laugardagur 28. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Sunnudagur 29. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Mánudagur 30. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Gamlársdagur, 31. des: lokað
Nýársdagur 1.jan: lokað


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →