Pantaðu alvöru makkarónur frá Tertugalleríinu fyrir jólin
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Heimabakstur hefur um áratugaskeið verið vinsæl fjölskylduhefð á Íslandi en hinsvegar erum við ekki öll svo heppin að hafa tíma aflögu til að baka sjálf í amstrinu sem fylgir jólunum. Nýjar hefðir verða líka til sem henta betur uppteknum nútímafjölskyldum en það þýðir ekki að jólin snúist ekki um það sem mestu skiptir, samveruna með fjölskyldunni og vinum, fremur en skyldurnar eða kvaðirnar sem settar eru á mann í undirbúningi fyrir jólahald.
Fyrir þau sem vilja kannski prófa aðeins öðruvísi jól og láta reyna á nýjar hefðir mælum við með því að prófa makkarónur frá Tertugalleríinu en makkarónurnar koma 35 stykki saman í kassa í sex mismunandi bragðtegundum en greinargóða innihaldslýsingu má finna hér.
Makkarónur eru frábærar með heitum og köldum drykkjum, áfengum sem óáfengum og henta því við fjölmörg tilefni og eru auðvitað ákjósanlegur eftirréttur, með kaffi eða „high tea“.
Góðar makkarónur eru stökkar að utan en seigar þegar maður bítur í þær þegar bragðið springur í munninum og akkúrat þannig makkarónur færðu hjá Tertugalleríinu.
Þær eru sérlega fallegar þegar þær eru reiddar fram á fögrum diski og það er fyrirhafnarlítið að geyma þær í frystinum og grípa til þeirra skömmu áður en á að njóta þeirra.
Makkarónur eru því fyrirtaks leið til að skapa nýja hefð um jólin, hefð sem leyfir okkur að njóta samverustundar án þess endilega að hendast um í stressi í bakstri.
Smelltu hér og veldu makkarónur á veisluborðið