Pantaðu óhugnanlega góðar tertur og bollakökur fyrir hrekkjavökuna!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Hrekkjavaka er heldur betur að festa sig sessi á Íslandi og núna styttist óðum í hrekkjavökuna sem er þriðjudaginn 31. október.

Hrekkjavaka er tilvalið tækifæri til þess að klæða sig upp og skemmta sér með samstarfsfélögum, vinum og vandamönnum og því er alveg upplagt að bragða sér á óhugnanlega bragðgóðum veisluveigum í takt við það.

Við hjá Tertugalleríinu verðum með sérstakar óhugnanlega góðar tertur og bollakökur fyrir hrekkjavökuna þína. Hrekkjavökuterturnar- og bollakökurnar hjá Tertugalleríinu eru hryllilega flottar og eru tilvaldar fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum og starfsfólki í hrekkjavöku-kaffiboð. Þær eru líka einstaklega hentugar í hrekkjavökuveisluna!

Hrekkjavökuterta

Hrekkjavökutertan er með ljúffengum einföldum súkkulaðitertubotn með súkkulaði, appelsínugulu smjörkremi á kantinum og skreytt með skuggalegri hrekkjavökumynd og nammi. Hrekkjavökutertuna er hægt að fá fyrir 15 manns (20x30cm) eða 30 manns (40,5x29cm).

Til að gera Hrekkjavökutertuna þína persónulegri er hægt að prenta mynd að eigin vali til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á tertuna.

Hrekkjavökubollakökur

Einnig bjóðum við upp á einstaklega flottar og ljúffengar hrekkjavökubollakökur sem koma átta saman í öskju. Bollakökurnar eru með súkkulaðitertubotn, appelsínugulu smjörkremi og appelsínugulri mynd. Myndirnar eru prentaðar á gómsætan gæða marsípan sem einfaldlega bráðnar í munninum. 

Auðveldaðu þér fyrirhöfnina í bakstrinum á hrekkjavökunni til að einblína á hrekkjavökuskreytingar og búninga og smelltu hér og skoðaðu það sem við höfum uppá að bjóða fyrir hrekkjavökuna!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

 

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →