Páskar og fermingar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Páskarnir nálgast, tímabil ferminga er að hefjast, sólin fer hækkandi og er því ekkert annað í stöðunni en að verðlauna sig með veitingum frá Tertugallerí. Tíminn í kringum páska er tími súkkulaðsins og við hjá Tertugallerí eigum nóg af því! 

Við sendum þér heim án endurgjalds ef þú pantar fyrir 5000 kr. eða meira! 

Fátt er notalegra en að njóta páskanna í faðmi fjölskyldunnar með góðum veitingum sem innihalda nóg af súkkulaði. Ef hætta er á ofskömmtun á súkkulaði sökum páskaeggja erum við auðvitað með lausn á því en við erum með nóg af gómsætum kræsingum sem innihalda ekkert súkkulaði.

Tertugallerí hefur opnað fyrir afhendingar um Hvítasunnu, 31. maí og 1. júní
Pantaðu í dag – þú getur breytt afhendingartíma með viku fyrirvara.

Brauðterturnar okkar og smurbrauðið að dönskum hætti eru tilvaldar fyrir hátíðarhöldin yfir páskana en hægt er að fá hvoru tveggja í tveimur stærðum. Terturnar okkar eru einnig í öllum stærðum og gerðum og ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Súkkulaðitertur, gulrótartertur, marengsbombur, bollakökur og nammitertur eru einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að kökuúrvali okkar hjá Tertugallerí.


Náðu verðskuldaðri hvíld yfir páskana, njóttu samverunnar og pantaðu veitingar frá Tertugallerí. Pantaðu tímanlega en þú skoðar opnunartímana yfir páskanna hér.

Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst.er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðsasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →