Sigraðu HM veisluna þína með veitingum frá Tertugallerí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu erum hæst ánægð með árangur íslenska karlalandsliðsins á HM en þeir unnu jafntefli síðastliðinn laugardag á móti einu besta karlalandsliði í heimi, Argentínu. Næsti leikur Íslands á HM er á móti Nígeríu 22. júni en Ísland spilar síðan við Króatíu 26. júní.
Þar sem HM er einungis á fjögurra ára fresti er tilvalið að nýta tækifærið. Bjóddu uppáhalds fólkinu þínu upp á glæsilegar veitingar frá Tertugalleríinu. HM bollakökurnar okkar eru tilvaldar í HM partýið en þær eru einstaklega bragðgóðar, með dásamlegu karamellubragði og hvítu smjörkremi sem eru síðan toppaðar með íslenska fánanum. Boltakakan okkar er tilvalin í HM veisluna en við bjóðum einnig upp á guðdómlegar súkkulaðitertur með íslenska fánanum sem koma í nokkrum stærðum. Í síðustu viku kynntum við nýjung í vöruúrvali okkar sem hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur en um er að ræða litla kleinuhringi. Nógu stressandi er að horfa á leikinn, auðveldaðu þér fyrirhöfnina á undirbúningi HM veislunnar og pantaðu veitingar frá Tertugallerí.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: marengsterta, súkkulaðiterta, tertur, þitt tilefni