Skírnar- og nafngiftartertur
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fyrsta stóra veislan í lífi hvers einstaklings er yfirleitt sú sem haldin er þegar hann fær nafn. Hvort sem um er að ræða skírn eða nafngiftarathöfn er falleg hefð að stefna vinum og ættingjum saman og fagna nýjum einstaklingi. Þá er vaninn að bjóða til kaffisamsætis og við hjá Tertugallerí eigum allar veitingar sem til þarf á einstaklega hagstæðu verði.
Flestir þekkja skírnarathafnir og enn er það svo að flestir velja að skíra nýjustu fjölskyldumeðlimina. Það er þó síður en svo algilt. Sumir velja að halda athöfn að heiðnum sið hjá Ásatrúarfélaginu og æ fleiri velja nafngiftarathafn Siðmenntar. Á vef Siðmenntar er slíkum athöfnum lýst.
„Foreldrar með barn sitt og athafnarstjórinn koma sér fyrir miðsvæðis og (tekur athafnarstjórinn til máls og kynnir athöfnina stuttlega. Kynningu er stundum sleppt ef að flestir viðstaddir vita út á hvað veraldleg nafngjöf gengur. Að því loknu fer athafnarstjórinn með stutta hugvekju sem tengist börnum, uppeldi, þroska og foreldrahlutverkinu ásamt ánægjunni yfir því að eiga barn. Þá er spurt um hvað barnið eigi að heita og nafninu svo fagnað.
Stundum eru tveir verndarar tilnefndir og loforð fengið hjá þeim um að vera sérstakir stuðningsmenn barnsins og foreldra þess. Í sumum tilfellum er barninu fært blóm og þá lesinn táknrænn texti um samlíkingu þess að hlúa að vexti barns líkt og viðkvæmu blómi. Að stuttum lokaorðum loknum er athöfninni lokið.
Inn á milli þessara þátta má blanda inn flutningi tónlistar eða lestri ljóða, allt eftir óskum. Foreldrarnir fá loks svokallað Nafngjafarvottorð með nafni barnsins og undirskrift athafnarstjórans (og verndaranna ef við á.) Athöfnin tekur um 15-20 mínútur en lengur ef tónlistarflutningur er mikill.“
Hvort sem þú ákveður að skíra barnið eða veita því nafn hjá öðru lífsskoðunarfélagi getur þú treyst því að Tertugallerí á veitingar sem henta þér.
Mikilvægt er að panta með góðum fyrirvara, Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarft þú að panta fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.