Fréttir — smástykki
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veisluveigar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta. Þegar góða veislu gjöra skal erum við hjá Tertugalleríinu ávallt tilbúin að liðsinna þér. Hjá okkur...
- Merki: Brauðterta, Kokteilsnittur, Kökur, Rúllutertubrauð, Smástykki, Sælkerasalat, Tapassnittur, Tertur, Tilefni, Veisla, Veisluveigar, Veitingar, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu degi íslenskrar tungu með súkkulaðitertu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Dagur íslenskrar tungu rennur upp fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða, auk þess er dagurinn einn fánadaga Íslands. Dagur íslenskrar tungu á rætur sínar að rekja til haustsins árið 1995. Þá lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hver var Jónas Hallgrímsson?...
- Merki: 16. nóvember, Dagur íslenskrar tungu, Fagna, Jónas Hallgrímsson, Nammi, Smástykki, Súkkulaðiterta, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Njótið verslunarmannahelgarinnar með smástykkjum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 4-7 ágúst. Verslunarmannahelgin er tilkomin út frá frídegi verslunarmanna og var sá dagur fyrst haldinn fyrir rúmum 120 árum, nánar tiltekið 13. september árið 1894. Það var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) sem átti frumkvæði að því að veita starfsfólki í verslunum frí þennan dag. VR samþykkti að skipuleggja daginn svo hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað. Þótt verslunarmannahelgin sé komin þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og næla sér í smástykki frá Tertugalleríinu til að bjóða upp á með kaffinu í sumarbústaðnum...
- Merki: fagna, Gerðast, nesti, Rækjusalat, Skínkusalat, Smástykki, Tilefni, Túnfisksalat, verslunarmannahelgi, Þitt eigið tilefni
Pantaðu ljúffeng smástykki fyrir lautarferðina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er tími lautarferðarinnar. Þegar vinir og vandamenn koma saman og njóta samvistar í fallegri íslenskri náttúru. Lautarferð er með því skemmtilegra sem hægt er að gera að sumri til, hvort sem þú ert í útilegu, sumarbústaðnum eða í fjallgöngunni er gaman að finna góðan og fallegan stað til að setjast niður og borða góðar veitingar. Við hjá Tertugalleríinu vitum líka að þetta þarf ekki að vera flókið, sérstaklega á sumrin þegar viðrar vel og fæstir vilja þá ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu. Ef þig langar að slá í gegn og koma með ljúffengar og sætar veitingar í lautarferðina,...
- Merki: Kleinur, Lautarferð, Mini Möndlukökur, Mini Nutellakökur, Pantaðu tímanlega, Smástykki, Sumar
Ert þú búin(n) að skipuleggja sunnudaginn fyrir konurnar í þínu lífi?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sunnudagurinn 19. febrúar (núna á sunnudaginn) er fyrsti dagur Góumánaðar sem hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld. Á þessum degi er svo sannarlega við hæfi að gleðja konurnar í þínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu. Konurnar í lífi þínu geta komið úr margvíslegum áttum og átt sérstakan stað í hjarta þínu. Við hjá Tertugalleríinu viljum liðsinna þér við að gleðja konurnar í þínu lífi. Við bjóðum upp á gott úrval af allskyns góðgæti með konudagskaffinu. Skoðaðu úrvalið okkar af brauðtertum og...
- Merki: Ástin, Ástvinir, Bollakökur, Brauðterta, Frönsk súkkulaðiterta, Konudagurinn, Marengsterta, Rúllubrauð, Smástykki, Tilefni