Fréttir — Tilefni

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta. Þegar góða veislu gjöra skal erum við hjá Tertugalleríinu ávallt tilbúin að liðsinna þér. Hjá okkur...

Lestu meira →

Makkarónukökur á veisluborðið þitt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

  Makkarónukökur má iðulega sjá á veisluborðum í mörgum boðum og veislum. Þær eru litríkar og  fallegar í laginu og bráðna í munni. Þess heldur eru þær frábær viðbót með öðrum veisluveigum og eru dásamlega fallegar á veisluborðum. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónur sem eru tilvaldar fyrir þitt einstaka tilefni og gleðistundir. Makkarónurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sex ljúffengum bragðtegundum: sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði. Við viljum benda á að makkarónur eru litlar, dísætar og viðkvæmar og því skiptir máli hvernig þær eru meðhöndlaðar. Þær þurfa að...

Lestu meira →

Súkkulaðiterta fyrir bekkjarafmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Afmælisdagurinn er sérstakur dagur hjá mörgum börnum og spenningurinn oft ótrúlega mikill fyrir honum. Margir foreldrar og forráðamenn vilja hafa afmæli barnsins eins eftirminnilegt og hægt er og góður undirbúningur er lykilatriði til að takmarka umstangið í kringum afmælið.   Núna þegar haustið er komið og skólarnir byrjaðir eru foreldrar og forráðamenn oft að huga að bekkjarafmælum. Við hjá Tertugalleríinu fáum mikið af fyrirspurnum um vinsælar afmælistertur hjá yngri kynslóðinni og bendum við þá sérstaklega á súkkulaðiterturnar okkar, því hjá okkur eru allir afmælisdagar súkkulaðidagar. Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er að mörgu að huga þegar kemur að skipulagningu...

Lestu meira →

Er skírn eða nafngjöf framundan?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn og er oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Athöfnin fer yfirleitt fram í kirkju, sal eða heimahúsi og hefur ýmis konar merkingu í samfélaginu. Fyrir mörgum er þetta mikilvæg stund og ákveðin tímamót þar sem lítið barn er í fyrsta skipti kynnt með nafni fyrir fólkinu sínu. Trúarleg skírn Í stærstu og elstu kirkjudeildum kristinnar trúar eru börn oftast skírð á fyrsta aldursári...

Lestu meira →

Veisluveigar fyrir sauma- eða bókaklúbbinn þinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Í mörgum sauma- eða bókaklúbbum er hefð fyrir því að gera vel við sig þegar verið er að hittast. Við hjá Tertugalleríinu eigum mikið úrval af veisluveigum sem hentar öllum tilefnum. Sumir af saumaklúbbunum hafa verið starfræktir síðan meðlimir þeirra sátu á menntaskólabekk og því ljóst að ýmislegt hefur drifið á daga þeirra sem eru í þeim saumaklúbbum. Bókaklúbbarnir eru nýrri af nálinni en eru sífellt að njóta meiri vinsælda. Meðlimir lesa bók hver í sínu horni og hittast svo til að ræða um efni bókarinnar, söguþráð og hvað hún skilur eftir sig. Sitt sýnist hverjum eins og gengur og...

Lestu meira →