Fréttir
Pantaðu brauðtertu fyrir þriðja í aðventu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Aðventan hófst sunnudaginn 3. desember og stendur í fjórar vikur. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“. Áður fyrr var þessi árstími kallaðar jólafasta og er það reyndar enn, en nafnið helgast af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Á þessum tíma eru flestir að undirbúa sig fyrir jólahátíðina sjálfa og komu frelsarans. Einkennislitur aðventunnar samkvæmt Þjóðkirkjunni er fjólublár en jólahátíðin sjálf ber síðan hvítan eða gylltan lit. Aðventukransinn Aðventukransinn er algeng sjón á mörgum heimilum og hafa þeir verið til allt frá miðöldum....
- Merki: Aðventan, Brauðterta, Jólin, Rúllutertubrauð, Tertugallerí, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Hver er jólaleynivinur þinn?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í aðdraganda jólanna eru leynivinaleikir algengir á vinnustöðum landsins. Tilgangur leiksins er að vinnufélagar gleðja hver annan með alls konar smávægilegum gjöfum og sniðugum uppákomum í desember. Þessi leikur er frábær til að brjóta upp langa vinnudaga þegar margir eru farnir að lengja eftir langþráðu jólafríi. Það er mjög mikilvægt að halda leyndinni til þess að gera leikinn enn skemmtilegri. Þegar nær dregur jólum og jólafríið er skammt undan kemur í ljós hver gladdi hvern eftir að giskað hafi verið á hver er leynivinurinn hvers. Fallegar makkarónukökur fyrir þinn leynivin Það er alltaf gaman að hugsa út fyrir boxið og...
- Merki: Jólaleynivinur, Leynivinaleikur, Makkarónukökur, Makkarónukökur með ástaraldínbragði, Makkarónukökur með kaffibragði, Makkarónukökur með pistasíubragði, Makkarónukökur með saltkaramellubragði, Makkarónukökur með sítrínubragði, Makkarónukökur með Súkkulaðibragði, Makkarónur með hindberjabragði, Makkarónur með Vanillubragði, Secret Santa, Tilefni, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu fullveldisdeginum með veisluveigum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
1. desember er merkilegur dagur fyrir það leyti að hann er fullveldisdagur Íslendinga. Það var þann 18. júlí 1918 sem samningi var lokið við stjórnvöld í Danmörku um fullveldi Íslands. Um haustið fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn og var hann samþykktur af yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Íslendingar gátu því lýst yfir fullveldi sínu sunnudaginn 1. desember 1918 og varð Ísland lýst frjálst og fullvalda ríki. Íslendingar gerðu daginn ekki að þjóðhátíðardegi þegar í stað en ýmislegt gerði fólk sér til dagamunar. Íslenski fáninn var víða dreginn að húni og gert var kennsluhlé í skólum. Fálkaorðan, afreksmerki hins íslenska lýðveldis, var stofnuð...
Aðventan þín!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Margir eru farnir að taka forskot á jólagleðina með því að föndra saman jólaskraut, hengja upp jólaljósin og njóta samverunnar. Sumir eru búnir að setja upp jólatréð og hafa nú þegar stigið léttan dans í kringum jólatréð. Við hjá Tertugalleríinu erum í jólaskapi og hlökkum til aðventunnar sem er handan við hornið. Landsmenn eru duglegir að gleðja hvern annan með því að skreyta fyrr og lýsa upp skammdegið með gleðileg og litrík jólaljós. Jólagleðin er farin að gera vart við sig út um allan bæ og til að njóta er stórfínt að fara með fjölskylduna í bíltúr eða fara í...
- Merki: Aðventan, Aðventukaffi, Jól, Jólagleði, Tilefni, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu degi íslenskrar tungu með súkkulaðitertu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Dagur íslenskrar tungu rennur upp fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða, auk þess er dagurinn einn fánadaga Íslands. Dagur íslenskrar tungu á rætur sínar að rekja til haustsins árið 1995. Þá lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hver var Jónas Hallgrímsson?...
- Merki: 16. nóvember, Dagur íslenskrar tungu, Fagna, Jónas Hallgrímsson, Nammi, Smástykki, Súkkulaðiterta, Tilefni, Þitt eigið tilefni