Fréttir
Tertugallerí liðsinnir þér í brúðkaupsundirbúningnum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Brúðkaup er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Brúðkaupsdagurinn er oftast skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað. Að mörgu þarf að hyggja og umstangið getur verið mismikið, því allt fer það eftir því tilstandi sem tilvonandi brúðhjón ætla að hafa. Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að stóra deginum, sem getur valdið auka álagi. Við hjá Tertugalleríinu teljum mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það...
- Merki: brúðarterta, brúðkaup, Lafði Díana, Lafði Grace, Lafði Kate, Skipulag, undibúningur
Njóttu í páskafríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Páskar á Íslandi eru samofnir trúarhefðum, kyrrð náttúrunnar og fögnuði yfir vordögunum sem færast nær. Páskahátíðin er á næsta leiti og markar upphaf helgustu hátíð kristinna manna. Hátíðin er jafnframt mikilvægasta kirkjuhátíð ársins og táknar bæði þjáningu og upprisu Krists og þar með vonina um nýtt líf og nýja byrjun. Í kristinni hefð hefjast páskar með föstudeginum langa, sem minnir á krossfestingu Jesú og ná hámarki á páskadag, þegar upprisa hans er fögnuð. Þessa hátíðisdaga halda margar íslenskar kirkjur í hávegum með helgistundum, tónleikum og fjölskylduguðsþjónustum. Í dag taka margir þátt í páskahátíðinni óháð trúarafstöðu og líta á hana sem...
- Merki: gulrótarbitar, gulrótarterta, Páskahátíð, Páskar 2025
Af hverju er nafnleynd fram að skírn eða nafnaveislu?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn og er oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Athöfnin fer yfirleitt fram í kirkju, sal eða heimahúsi og hefur ýmis konar merkingu í samfélaginu. Fyrir mörgum er þetta mikilvæg stund og ákveðin tímamót þar sem lítið barn er í fyrsta skipti kynnt með nafni fyrir fólkinu sínu. Margir foreldrar kjósa að halda nafni barnsins leyndu fram að skírn eða nafngjöf, og þótt þetta...
Þú færð afmælistertuna hjá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er að mörgu að huga þegar kemur að skipulagningu afmælis og hvort sem fagna á stórafmæli í stórum hópi eða halda litla veislu þá er súkkulaðiterta frá Tertugalleríinu alltaf tilvalin á veisluborðið. Góð súkkulaðiterta með nammi er vinsæl í afmælisveislum og fær ávallt bragðlaukana til að kætast. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar, henta flestum tilefnum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4x29cm) og 60 manns (58x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur. Til að gera súkkulaðitertuna þína persónulegri er...
- Merki: afmæli, afmælisterta, Afmælistertur, afmælisveisla, Pantaðu tímanlega, Súkkulaðiterta með mynd, Súkkulaðiterta með mynd nammi, Súkkulaðiterta með mynd nammi og texta
Tertugalleríið liðsinnir þér í fermingarundirbúningnum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þegar skipuleggja á fermingarveislu er mikilvægt að áætla rétt magn af veitingum. Það er auðvelt að panta of mikið eða of lítið, en með góðu skipulagi er hægt að tryggja að allir gestir fái nóg án þess að sitja uppi með mikið afgangs. Fjöldi gesta er lykilatriði í áætluninni og einnig þarf að taka mið af því hvort boðið verður upp á heita eða kalda rétti, hve fjölbreytt veislan á að vera og hvort um er að ræða kaffihlaðborð, standandi boð eða smáréttaveislu. Því er tilvalið að nýta sér þjónustu okkar hjá Tertugalleríinu til að auðvelda þér útreikningana og fyrirhöfnina...