Fréttir
Gleðilegan 1. maí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Hvort sem þið eruð að fjölmenna í kröfugöngur, mæta á útifundi sem verða haldnir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins eða hreinlega að taka því rólega heima, viljum við hjá Tertugalleríinu óska þér og þínum gleðilegan og ánægjulegan baráttudag. Áfram þið!
- Merki: 1. maí
Veisluveigar fyrir útskriftarveisluna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er komið og sú árstíð er gengin í garð þar sem útskriftarveislur eru tíðar fyrir fjölmarga nemendur og fjölskyldur þeirra. Á næstu vikum munu grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar og aðrar menntastofnanir halda glæsilegar athafnir þar sem áfangar síðustu ára verða fagnaðir. Útskriftarveisla eru mikilvægur þáttur í lífi hvers og eins útskriftarnema og tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini að koma saman, rifja upp ferðalagið sem hefur verið lagt að baki og fagna framtíðinni sem fram undan er. Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er góður siður að fagna þegar merkum áfanga er náð og eftir mikla vinnu og álag er...
- Merki: Lúxus bitar, Marsípanterta, Pantaðu tímanlega, smástykki, Sætir bitar, Útskrift, Útskriftarveisla
Gleðilegt sumar!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í dag er sumardagurinn fyrsti og við fögnum komu sumars með von í hjarta um bjarta og hlýja mánuði framundan. Að því tilefni viljum við hjá Tertugallerí þakka þér fyrir ánægjulega samfylgd á liðnum vetri. Á sama tíma óskum við þess að þú og þínir eigið gott sumar sem framundan er.
- Merki: Gleðilegt sumar
Kleinuhringir Tertugallerísins
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það eru fáar sælkeravörur sem vekja eins mikla ánægju fyrir bragðlaukana og kleinuhringir, eða „Donouts“ eins og þeir eru oft kallaðir. Þessi dísætu og mjúku hringir hafa verið með okkur í einni eða annarri mynd í margar aldir og hefur þróast úr einföldum steiktum deigbögglum í listasýningu með glassúrum, fyllingum og litagleði. Upphaf kleinuhringjanna má rekja til Evrópu þegar fólk bjó til sætt deig sem þau steiktu í heitri fitu sem var svipað og íslenskar kleinur í dag. Þetta var vinsælt á hátíðum og kallaðist til dæmis „olykoek“ í Hollandi, sem þýðir „olíukaka“. Þegar Hollendingar fluttu til Bandaríkjanna tóku þeir...
- Merki: kleinuhringir, litlir kleinuhringir
Gleðilega páska
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu sendum þér og þínum okkar allra bestu páskakveðjur með von um að dagarnir fyllist af ljúfum samverustundum og notalegri páskahelgi.
- Merki: Gleðilega páska