Fréttir

Bjóddu upp á marengsbombu á áramótunum!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Áramótin eru einstakur tími þar sem fortíð og framtíð mætast í einu augnabliki. Þetta eru stundir þar sem við horfum um öxl, hugleiðum árið sem er að líða og fögnum komandi ári með nýjum vonum og tækifærum. Áramótin gefa okkur tækifæri til að staldra við og endurmeta líf okkar. Við spyrjum okkur spurninga eins og: Hvað tókst mér að áorka á þessu ári? Hvernig stóð ég mig í tengslum við markmið mín? Hvað get ég gert betur á nýju ári? Þetta er tíminn þar sem við horfum á árangur okkar og mistök, lærum af reynslunni og ákveðum hvernig við viljum...

Lestu meira →

Gefðu sæta fyrirtækjagjöf fyrir jólin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar jólin nálgast eru mörg fyrirtæki að skipuleggja jólaglaðning fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Jólagjöf eða jólaglaðningur er bæði falleg fyrirtækjahefð og áhrifarík leið til að efla samskipti, hvetja starfsfólk og sýna þakklæti fyrir liðið ár. Með hugmyndaríkum og vel völdum gjöfum geta fyrirtæki sent hlýjan og eftirminnilegan boðskap um kærleika og samhug á jólum. Jólaglaðningur getur verið mikilvæg leið fyrir fyrirtæki til að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu og hvetja til áframhaldandi árangurs. Slíkar gjafir styrkja samband fyrirtækja við sitt starfsfólk og stuðlar að jákvæðri starfsánægju, hvort sem um er að ræða gjafakörfur eða persónulegar gjafir....

Lestu meira →

Bjóddu upp á sælkerasalat á Jólahlaðborðinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Jólahlaðborð eru ómissandi hluti af jólaundirbúningi á Íslandi. Fjölskyldur, vinir og vinnufélagar koma saman til að fagna aðventunni með ljúffengum mat og góðri samveru. Þessi jólahefð hefur fest sig rækilega í sessi á síðustu áratugum og blandar saman klassískum íslenskum jólaréttum og nýjungum í matargerð og endurspeglar ríkulega jólamatarhefð landsins í kringum aðventuna. Hlaðborðin eru einkennandi fyrir jólin og veita gestum tækifæri til að smakka á fjölbreyttum réttum í anda jólanna og á veisluborðunum er að finna allt frá þjóðlegum jólamat til nútímalegra rétta þar sem eitthvað er fyrir alla. Þó að jólahlaðborðin haldi fast í hefðbundna íslenska jólarétti hafa...

Lestu meira →

Tertugallerí liðsinnir þér í desember

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fyrsti í aðventu var sunnudaginn 1. desember og er óhætt að segja að jólagleðin sé hafin hjá mörgum. Víða má sjá jólaljós á heimilum fólks  skína skært í vetrarmyrkrinu og eru landsmenn duglegir við að gleðja hvern annan með því að skreyta fyrr og lýsa upp skammdegið með gleðilegum og litríkum jólaljósum. Ilmurinn af smákökubakstri fyllir heimilin og hátíðleiki jólatónlistar vekur tilhlökkun í hjörtum þeirra sem á hlusta. Þetta er einnig sá tíminn þegar samstarfsfélagar, vinir og vandamenn koma saman til að njóta samverunnar og gleðjast í aðdraganda jóla. Aðventan er tími veisluhalda þegar margir gera sér dagamun og útbúa...

Lestu meira →

Fagnaðu tilefni þínu með veisluveigum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Okkur hjá Tertugalleríinu þykir gaman að sjá hvað viðskiptavinir okkar eru duglegir við að fagna og gleðjast sama hvaða tilefnið er. Tilefnin geta verið margvísleg hvort sem um að ræða stórafmæli, fermingu, áfangasigur eða ástinni og þá er Tertugalleríið alltaf með frábært úrval af veisluveigum. Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft...

Lestu meira →