Fátt er vinsælla hjá okkur í Tertugallerí en tertur með mynd. Hvort sem tilefnið er afmæli, fermingar, fyrirtækjaboð eða útskrift eru tertur með mynd eftirsóttar og skemmtilegar. Í mörgum fyrirtækjum tíðkast svokallað föstudagskaffi og þá hefur verið vinsælt að prenta sniðugar og skemmtilegar myndir á tertuna.
Það er ekki langt síðan við Íslendingar fórum að halda upp á feðradaginn. Það gerðist fyrst árið 2006 og má segja að það hafi sannarlega verið kominn tími til. Feður eru mikilvægar fyrirmyndir barna sinna, stoð þeirra og stytta og mikilvægt að heiðra þá fyrir framlag sitt.
Banana og kókosbomba er þeim einstæðu eiginleikum gædd að hún er hvort tveggja í senn stökk og mjúk. Kókossvampbotninn, sem er með súkkulaði, rjóma og banönum veitir mýktina á meðan en hið stökka kemur frá unaðslega mulda púðursykurmarengsinum skreyttum með súkkulaðiganas.
Erfidrykkjur er ævaforn siður hér á landi. Erfidrykkjur tíðkuðust þegar ættingjar og vinir hins látna áttu nokkurra daga ferð að baki til að fylgja hinum látna til grafar. Í erfidrykkjum er vaninn að bjóða gestum upp á gómsætar tertur með kaffinu. Skoðaðu hvað Tertugalleríið hefur upp á að bjóða.
Það er ákaflega mikilvægt að rækta samböndin í lífinu og samband okkar við systkini okkar eru greinilega einhver þau mikilvægustu. Við hjá Tertugallerí mælum með að þú hóir saman systkinahópnum í kaffi og bjóðir upp á ljúffenga tertu frá Tertugallerí.