Þeir sem hafa séð að baki fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin. En þeir þekkja líka allt umstangið sem getur fylgt því að fylgja ástvininum síðasta spölinn. Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju.
Kannski er það vegna þess hve íslensku sumrin eru stutt og köld að garðveislur hafa ekki rutt sér til rúms í miklu mæli á Íslandi. Undanfarnir dagar hafa þó heldur betur gefið tilefni til hanastéla og garðveislna.
Það er fátt fallegra en að ganga í hjónaband í sumarlok, þegar haustið er á næsta leyti og tekið að dimma eilítið. Hápunkturinn í öllum brúðkaupsveislum er þegar brúðarhjónin skera brúðartertuna og bjóða upp á kaffi og með því. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir þá sem vilja eiga góðar minningar úr brúðkaupinu.
Nú er hásumar og margir eru á ferð og flugi um landið. Flestir halda mest upp á þennan tíma ársins og vilja nýta hann til fullnustu, hvort sem það er með garðveislu heima, notalegum dögum í bústað eða hoppi á milli tjaldsvæða í leit að besta veðrinu.
Flestir eru sammála um að marengstertur eru drottningar tertanna. Það er eitthvað við stökkan marengsbotninn og rjómann sem gerir galdra. Tertugallerí býður upp á úrval af marengstertum og ein sú nýjasta er Piparlakkrísterta.