Sumarleg Marengsbomba

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er eitthvað við stökkann marengsbotninn og rjómann sem gerir galdra. Burt séð frá því hversu tímafrekt og viðkvæmt ferli það er að baka marengs eru marengstertur eftirlæti margra sælkera sem elska sæta bragðið og stökku áferðina sem bráðnar í munninum. 

Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á nokkrar gullfallegar og bragðgóðar marengstertur á borð við Banana og kókosbombuna, Hrísmarengsbombuna, Piparlakkrísbombuna og að lokum Marengsbombuna sjálfa sem er eins dásamlega litrík og hún er falleg.

Sumarlega og litríka Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Tertan samanstendur af púðursykursmarengs með rjómafyllingum, skreytt með marengsbitum og nóg af ferskum jarðaberjum, blæjuberum, vínberum, bláberum og rifsberjum. Að lokum er karamellu- og súkkulaðisósu síðan dreift ofan á tertuna til að setja punktinn yfir i-ið. Því er ekki eftir neinu að bíða en að gera vel við sig og sína og slá í gegn við næsta tilefni og panta þessa marengsdásemd.

Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhingar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →