Opnunartími yfir fermingarnar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Við hjá Tertugalleríinu elskum fermingatímabilið en þessi tími árs er einhver skemmtilegasti og annasamasti tími ársins hjá okkur. Á þessum tíma lengjum við opnunartímann. Hér að neðan má sjá breyttan afgreiðslutíma og hér má sjá upplýsingar um pöntunarfrest. Athugaðu að panta tímanlega því álagið er mikið og við gætum neyðst til að loka fyrirvaralaust fyrir nýjar pantanir.
Hafa ber í huga að í ár erum við hjá Tertugalleríinu með sérstakt fermingatilboð. Tilboðið gildir til 30. maí en leggja þarf inn pöntun fyrir 30. maí til að nýta sér afsláttinn. Hægt er að panta lengra fram í tímann.
Opnunartímar yfir fermingarnar
6. apríl | laugardagur | opið frá 8-12
7. apríl | sunnudagur | opið frá 8-12
13. apríl | laugardagur | opið frá 8-12
14. apríl | sunnudagur, pálmasunnudagur | opið frá 8-12
18. apríl | fimmtudagur, skírdagur | opið frá 8-12
19. apríl | föstudagurinn langi | LOKAÐ
20. apríl | laugardagur | opið frá 9-12
21. apríl | sunnudagur. páskadagur | LOKAÐ
22. apríl | mánudagur, annar í páskum | opið frá 9-12
25. apríl | fimmtudagur, sumardagurinn fyrsti | 9-12
Aðra daga er hefðbundinn afgreiðslutími.
Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur að eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímanlega.