Fréttir
Ert þú að skipuleggja steypiboð?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Barnasturta, steypiboð eða babyshower eru að mati Tertugallerísins skemmtilegar og litríkar veislur og kærkomin gleði fyrir oft ansi þreytta verðandi foreldra. Okkur hjá Tertugalleríinu þykir sérstaklega gaman að fá pantanir og fyrirspurnir fyrir þessar veislur en sú hefð hefur færst í aukana hérlendis á undanförnum árum og þykir vera vinsæl og skemmtileg hefð. Steypiboðin eru haldin í því skyni að koma verðandi foreldrum á óvart og sjá því yfirleitt vinir og fjölskylda um að skipuleggja óvænta veislu áður en barnið kemur í heiminn. Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa gott skipulag, sérstaklega ef um er að ræða stóran...
- Merki: Barnalán, Gæfuterta, Kökur, Ljósálfur, Skipulag, Steypiboð, Steypiboðs-terta, Tertur, Tilefni, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu Menningarnótt með veisluveigum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins og hafa um 100.000 manns mætt á hátíðina á hverju ári síðustu ár og margir leggja hönd á plóg til að gera Menningarnótt sem glæsilegasta. Í ár er Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 19. ágúst og við hjá Tertugalleríinu leggjum okkur fram um að fólk njóti lífsins og viljum liðsinna þeim sem vilja bjóða upp á ljúffengar veisluveigar. Við höfum tekið saman tillögur að...
- Merki: Kaffiboð, Menningarnótt, Tilefni, Veisla, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni
Fagnaðu Hinsegin dögunum með litríkum veitingum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í ár verða Hinsegin dagar haldnir frá 8. ágúst til 13. Ágúst. Viljir þú gera vel við vini, vandamenn eða vinnufélaga er hægt að panta fjölbreyttar veigar frá Tertugalleríinu til að fagna fjölbreytileikanum. Á Hinsegin dögum boðið uppá alls kyns skemmtanir alla vikuna en hápunkturinn er að sjálfsögðu gleðigangan sem er á laugardaginn. Öll tilefni eru tækifæri til að fagna og gleðjast með náunganum og nú er því kjörið tækifæri að bjóða upp á ljúffenga súkkulaðitertu frá Tertugalleríinu og koma gestum og gangandi skemmtilega á óvart. Hjá okkur er hægt að fá ljúffengar súkkulaðitertur og bollakökur með áprentaði mynd á...
Frídagur verslunarmanna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í ár eru 129 ár síðan frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1894. Frídagur verslunarmanna er haldinn fyrsta mánudag í ágúst ár hvert og ber því ekki alltaf upp á sama degi mánaðarins. Upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd. Við hjá Tertugalleríinu sendum verslunarfólki og öðrum landsmönnum kveðju á þessum frídegi verslunarmanna, megi hann nýtast vel til góðra verka!
Njótið verslunarmannahelgarinnar með smástykkjum frá Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 4-7 ágúst. Verslunarmannahelgin er tilkomin út frá frídegi verslunarmanna og var sá dagur fyrst haldinn fyrir rúmum 120 árum, nánar tiltekið 13. september árið 1894. Það var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) sem átti frumkvæði að því að veita starfsfólki í verslunum frí þennan dag. VR samþykkti að skipuleggja daginn svo hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað. Þótt verslunarmannahelgin sé komin þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og næla sér í smástykki frá Tertugalleríinu til að bjóða upp á með kaffinu í sumarbústaðnum...
- Merki: fagna, Gerðast, nesti, Rækjusalat, Skínkusalat, Smástykki, Tilefni, Túnfisksalat, verslunarmannahelgi, Þitt eigið tilefni