Fréttir

Frídagur verslunarmanna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Frídagur verslunarmanna er haldinn fyrsta mánudag í ágúst ár hvert og ber því ekki alltaf upp á sama degi mánaðarins. Upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd. Fyrst var haldið upp á frídag verslunarmanna í Reykjavík fimmtudaginn 13. september árið 1894. Var það eftir að kaupmenn allra stærri verslana í Reykjavík buðust til að gefa starfsmönnum sínum sérstakan frídag til að skemmta sér. Sá Verzlunarmannafélag Reykjavíkur um skemmtidagskrá þann dag sem það og gerði lengst framan af. Ári seinna var haldið upp á daginn um miðjan ágúst og þriðja árið...

Lestu meira →

Pantaðu tímanlega fyrir verslunarmannahelgina

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 1.-4. ágúst. Verslunarmannahelgin er tilkomin út frá frídegi verslunarmanna og var sá dagur fyrst haldinn fyrir rúmum 122 árum, nánar tiltekið 13. september árið 1894. Það var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) sem átti frumkvæði að því að veita starfsfólki í verslunum frí þennan dag. VR samþykkti að skipuleggja daginn svo hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað. Í kringum verslunarmannahelgina eru ferðalög algeng þar sem vinir og vandamenn sameinast og búa til minningar í gegnum gleðistundir. Þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og...

Lestu meira →

Vísindin í bragði tertunnar

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

“Á gervihnattaöld” var sungið í lagi Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankanum, fyrsta Eurovision framlagi Íslendinga sem flutt var af Icy-söngflokknum árið 1986. Nú erum við hins vegar líklega á gervigreindaröld þar sem vitræn hegðun véla þróast svo hratt að við munum líklegast öll enda á því að þurfa að hafa ofan fyrir hvort öðru, að atvinnu, þegar gervigreindin verður búin að leysa flest okkar starfa af hendi. En þar eru bakararnir okkar nú þegar, að hafa ofan fyrir okkur, því þeir baka einmitt gómsætar tertur fyrir veislurnar ykkar og þurfa að hafa til þess ákveðna næmni og bragðþekkingu til að baka vinsælar tertur. ...

Lestu meira →

Fagnaðu alþjóðlega frænku- og frændadeginum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Alþjóðlegi frænku- og frænda dagurinn er mánudaginn 26. júlí nk., og er þessi skemmtilegi dagur tilvalin til að fagna því frændfólki sem standa okkur næst. Frænkur og frændur eru skemmtileg skyldmenni. Þau eru yfirleitt eins og foreldrar, bara án reglana. Í gegnum tíðina hafa þau keypt óvæntar gjafir sem foreldrar okkar myndu yfirleitt ekki samþykkja, dekrað við þig, farið með þér í skemmtilegar ferðir og hafa verið stór hluti af stuðningsnetinu þínu í gegnum æskuna. Þess vegna er tilvalið að fagna frænkum og frændum á alþjóðlega frænku- og frændadeginum. Gulrótarterta fyrir frænku Það er sniðug hugmynd að gleðja uppáhalds frænku...

Lestu meira →

Það er alltaf tilefni þess að fá sér tertu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það eru óteljandi tilefni til að fagna, bæði stórum og smáum áföngum í lífi einstaklinga sem og í rekstri fyrirtækja. Tilefnin koma í öllum stærðum og gerðum, allt frá fyrstu tönn til skemmtilegra áfangasigra og hvert þeirra er verðugt þess að njóta með öðrum. Þegar þú vilt gera eitthvað sérstakt úr því þá eru tertur og aðrir veisluveigar frá Tertugalleríinu fullkomin leið til að fanga augnablikið. Þeir sem hafa þegar kynnst Tertugalleríinu vita af ríkulegu úrvali köku- og tertugerða sem við bjóðum upp á, allt frá klassískum súkkulaðitertum, dásamlegum gulrótarkökum til ljúffengra brauðtertna sem segja sögu við fyrstu sneið. Terta...

Lestu meira →