Fréttir

Kransakökur eru ómissandi fyrir fermingar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það styttist í fermingartímabilið þar sem unga fólkið er vígt inn í samfélag fullorðinna við hátíðlega athöfn. Nú á tímum hefur hver sinn háttinn á í sinni veislu en flestar eiga veislurnar það sameiginlegt að kransakökur eru á boðstólunum.

Lestu meira →

Fáðu alla með í vorhreingerninguna með góðum veitingum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mars er genginn í garð og með honum hlýrra veður, leysingar og fleiri birtustundir. Það er akkúrat þá sem við tökum eftir því að við þurfum að fara í vorhreingerningu því birtan dregur fram rykið á mublum og ruslið sem læðist undan sjónum utandyra. Víða um heim, þar sem árstíðirnar eru fleiri en bara vetur og vor, tíðkast að nota þennan tíma árs til að skipta út vetrarfötunum í fataskápnum fyrir sumarfötin. Þótt við Íslendingar þurfum yfirleitt ekki mikið að pæla í þessu þar sem við getum nýtt vetrarfötin allt árið um kring þá er tilvalið að fara yfir fataskápinn...

Lestu meira →

Hugaðu tímanlega að pöntunum í fermingarundirbúningnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það styttist óðum í fermingar, um það bil þrír mánuðir til stefnu þangað til þær fyrstu byrja, og því tímabært að huga að skipulagningu og fermingarundirbúningi. Það er margt sem þarf að huga að og við hjá Tertugalleríinu höfum því tekið saman stuttan tékklista til viðmiðunar og til að létta ykkur lífið. Salur - Staðsetning veislunnar er eitt það fyrsta sem þarf að huga að. Margir halda fermingarveislur ennþá heima hjá sér og hafa þá jafnvel opið hús til að geta notið gestanna almennilega yfir daginn og ekki síður til að sprengja ekki utan af sér húsnæðið ef allir koma...

Lestu meira →

Gleddu konurnar í vinnunni á Konudaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Valentínusardagurinn í ár er á mánudagurinn 14. febrúar en því miður eru terturnar okkar kannski heldur stórar til að gefa ástinni á Valentínusardaginn. En það þýðir ekki að við getum ekki hjálpað þér að muna eftir deginum og næsta nágranna hans, Konudeginum. Það er að sjálfsögðu full ástæða til að grípa öll tækifæri til að lyfta sér örlítið upp og gleðja konurnar í vinnunni með því að panta tertu fyrir þær og enginn dagur ársins er betri til þess en einmitt Konudagurinn. Konudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi með svipuðum hætti og Bóndadagurinn en talið er að Konudagurinn hafi...

Lestu meira →

Eigðu kransablóm í frystinum í kaldasta mánuðinum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Árið 1918 var slegið kuldamet á Íslandi á Grímsstöðu og Möðrudal, nánar tiltekið var þetta 21. janúar 1918, veturinn sem kallaður var Frostaveturinn mikli. Það hlýtur að hafa verið brakandi þurrt loftið í frosthörkunni þegar Sigurður Kristjánsson á Grímsstöðum mældi frostið þennan dag en hann mældi 38,9 stiga frost á svokölluðum sprittmæli klukkan 14 en hann hafði gert sér grein fyrir því að hugsanlega gæti verið um metkulda að ræða og því hafði hann mælingu sérlega nákvæma. Sigurður Haraldsson í Möðrudal mældi svo 38 stiga frost sama dag. En af hverju erum við að tala um frostið? Jú, það er...

Lestu meira →