Fréttir

Skoðaðu veitingarnar fyrir ferminguna 2020

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þúsundir ungmenna verða vígð inn í samfélag fullorðinna á þessu herrans ári 2020. Vígslur ungmenna eru algengar í næstum öllum trúarflokkum hér á Íslandi og æ algengara verða líka fermingar utan trúfélaga. Ábyrgðin sem fylgir því að vera komin í fullorðinna manna tölu er mikil og stundum flókið samfélag átta sig á. Góð samskipti, stuðningur og umhyggja auðveldar ungmennunum að átta sig á tilveru sem sífellt er að breytast. Gott er að hafa það bakvið eyrað að vitsmunalíf ungmenna okkar breytist hratt og sjóndeildarhringurinn víkkar svo um munar. Þegar ungmennin hafa tekið ákvörðun um að fermast kemur að foreldrunum eða...

Lestu meira →

Gerðu vel við betri helminginn á Bóndadaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú gleðjast allir sælkerar um land allt og telja niður dagana því nú nálgast bóndadagurinn sem er fyrsti dagur þorra. Það er til siðs að makar geri vel við betri helminginn á þessum merka degi með gómsætu bakkelsi fullkomnað með lúffengri brauðtertu enda ekki víst að allir séu hrifnir af þorramatnum. Tilvalið að gera sér dagamun á þessum merka degi. Við hjá Tertugallerínu fögnum öllum tímamótum hátíðlega og þess vegna mælum við með klassískri brauðtertu og rúllutertubrauði og smurbrauðssneiðunum vinsælu. Eitthvað sætt er ómissandi en við mælum með bollakökum og jafnvel gómsætri piparlakkrístertu ef þú villt gera extra vel við makann. Þessi...

Lestu meira →

Allir elska brauðtertur í föstudagskaffinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er góð hefð að halda föstudagskaffi í vinnunni svo hægt sé að viðhalda góðum starfsanda. Allir elska brauðtertur og því ráðlagt að bjóða upp á eina eða tvær slíkar með kaffinu. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á sex mismunandi tegundir af klassískum brauðtertum og þar á meðal tvær vegan, sem eru einstaklega ljúffengar. Hægt er að fá allar brauðterturnar okkar í 30-35 manna stærðum og 16-18 manna stærðum.  Veldu þína uppáhalds brauðtertu  Brauðterta með skinku Brauðterta með rækjum Brauðterta með túnfiski Brauðterta með tómat og basil hummus *vegan* Brauðterta með hvítlauks hummus *vegan* Við bjóðum einnig upp á dásamlegt smurbrauð...

Lestu meira →

Sólarkaffi haldið hátíðlega síðan 1945

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er oft mikil spenna í loftinu fyrir vestan þegar sólin baðar sig í hlíðum fjalla og inn fallega firði en siður að fagna fyrstu sólargeislunum hefur verið tekinn upp víða um land, reyndar á dálítið mismunandi dagsetningum eftir því hvað firðirnir eru djúpir. Á mölinni er þessi siður ekki eins vel þekktur enda nýtur þar dagsbirtu allan ársins hring. En margir aðfluttir til borgarinnar halda í þennan góða sið að hafa sólarkaffi með sínum átthagafélögum, og í raun er ekkert því til fyrirstöðu að samgleðjast og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Sólinni hefur enda verið fagnað...

Lestu meira →

Tertugallerí óskar ykkur gleðilegra jóla

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugallerí óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, þökkum góðu samskiptin á árinu sem er að líða. Munið eftir Tertugalleríinu í öllum köku- og tertuboðunum á nýju ár. Tertugalleríið gerir allt einfalt og fljótlegt að panta veitingar fyrir hvaða tilefni sem er . Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn því möguleikarnir eru nánast endalausir. Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar...

Lestu meira →