Það er fátt hátíðlegra á áramótaborðinu en glæsileg kaka. Við hjá Tertugallerí bendum sérstaklega á þessa glæsilegu 15 manna kransaköku sem er óvenju hátíðleg og setur sérstakan og skemmtilegan svip á hátíðarborðið.
Eitt er víst að jól og ármót eru stærstu hátíðir ársins og þó þeim sé fagnað á mismunandi forsendum. Þá gerum við vel við okkur í mat og drykk og spörum hvergi við okkur í kræsingunum.
Við Íslendingar höfum verið duglegir að ættleiða erlendar hefðir á undanförnum árum. Þannig eru æ fleiri veitingastaðir farnir að bjóða upp á gómsætan þakkargjörðarmáltíðir og hrekkjavakan er komin til að vera. Flestar þessara hefða koma frá Bandaríkjunum en sumar koma frá Norðurlöndunum eins og lúsíuhátíðin sem er farin að ryðja sér til rúms hér á landi.
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og öðlaðist sjálfstæði frá Dönum. Litlum sögum fer af hátíðarhöldum þennan dag í upphafi en Tertugalleríið telur fulla ástæðu til að fagna með þjóðlegu bakkelsi.