Fréttir

Haltu upp á vetrarsólstöður

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er fátt yndislegra en vetrarsólhvörf. Þá er stutt til jóla, margir búnir eða langt komnir með jólaundirbúninginn og klukkurnar alveg að fara að klingja. Það er upplagt á vetrarsólhvörfum að bjóða upp á góðgæti með kaffinu í fyrirtækinu. Við hjá Tertugalleríinu mælum með ýmsu sem gott er að bjóða upp á. Þar á meðal er eplakakan með rommi, klassísku kleinurnar og þjóðlegar skonsur.

Lestu meira →

Jólastjarnan skín í Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Jólin eru að nálgast. Við í Tertugalleríinu erum komin í rauðu jólafötin okkar. Við viljum endilega að þú getir haft það hátíðlegt ef þú býður til veislu í desember. Jólastjarna Tertugallerísins er nú komin í vefverslunina okkar. Hún er jólaterta Tertugallerísins sem var afar vinsæl fyrir síðustu jól. Fáðu þér jólatertu Tertugallerísins og þú kemst í hátíðarskap.

Lestu meira →

Hvað á barnið að heita?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ertu að skíra? Skírnin er einn af fallegustu viðburðunum í lífi nýbakaðra foreldra enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Þetta er stór stund enda mun barnið bera nafnið um aldur og ævi. Foreldrar vilja bjóða upp á eftirminnilegt og fallegt góðgæti í skírnarveislunni. Kransakörfur og kransablóm eru upplagðar við þessi fallegu tilefni.

Lestu meira →

Fagnaðu fullveldinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Vissir þú að Íslendingar voru einu sinni með kóng yfir sér? Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum 1. desember árið 1918 og urðum við þá þá að mestu leyti sjálfstæð þjóð. Það er tilvalið að halda upp á þennan merka dag í Íslandssögunni og bjóða upp á gott meðlæti með kaffinu. Skoðaðu tillögur okkar hjá Tertugalleríinu sem tengjast 1. desember.

Lestu meira →

Við munum hann Jónas

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu rennur upp 16. nóvember næstkomandi. Á þessum degi er haldið í heiðri minningu fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á þessum degi er við hæfi að bjóða upp á bókartertu frá Tertugalleríinu eða annað þjóðlegt meðlæti á borð við upprúllaðar pönnukökur og kleinur.

Lestu meira →